Tekur við nýju starfi hjá FH

Davíð Þór Viðarsson er að taka við nýju starfi hjá …
Davíð Þór Viðarsson er að taka við nýju starfi hjá FH. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Davíð Þór Viðarsson hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá FH. Það er 433.is sem greinir frá þessu.

Davíð Þór, sem er 37 ára gamall, var aðstoðarþjálfari karlaliðs FH á síðustu leiktíð en lét af störfum sem aðstoðarþjálfari eftir tímabilið.

Miðjumaðurinn fyrrverandi lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2019 en alls lék hann 240 leiki með liðinu í efstu deild þar sem hann skoraði tíu mörk.

Hann lék einnig með Lilleström, Lokeren, Öster og Vejle á atvinnumannaferli sínum. Alls varð hann sjö sinnum Íslandsmeistari með FH-ingum.

Ólafur Jóhannesson mun stýra FH á komandi keppnistímabili og Sigurbjörn Hreiðarsson verður aðstoðarþjálfari hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert