Gæti orði hrein skipting

Breiðablik og Víkingur eru í tveimur efstu sætum Bestu deildar …
Breiðablik og Víkingur eru í tveimur efstu sætum Bestu deildar karla og verða örugglega meðal þeirra sex liða sem leika í efri hlutanum á lokaspretti deildarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Lesandi góður. Líttu á stöðutöfluna í Bestu deild karla án þess að lesa lengra í þessum pistli. Það væri gaman að vita hvort þú sæir það sama og ég. Haltu svo áfram lestrinum.

Í haust, að loknum 22 umferðum, skiptist deildin í tvennt, þar sem efstu sex liðin spila innbyrðis og neðstu sex liðin innbyrðis í fimm viðbótarumferðum þar sem fimmtán stig í viðbót verða í boði fyrir hvert lið.

Ef svo heldur fram sem horfir og staðan 17. september verður svipuð og hún er í dag, verður að mestu leikið um Íslandsmeistaratitilinn á gervigrasi og um áframhaldandi sæti í deildinni á náttúrulegu grasi.

Kannski eitt frávik á hvorum stað en ef Fram kemst í efri hlutann og Keflavík og KR sitja eftir í neðri hlutanum, verður þetta hrein skipting.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert