Selfoss vann tíu Þórsara

Gary Martin í fyrri leik liðanna á Akureyri fyrr í …
Gary Martin í fyrri leik liðanna á Akureyri fyrr í sumar. Hann skoraði sigurmarkið í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Selfoss hafði betur gegn Þór frá Akureyri, 2:1, þegar liðin mættust í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengjudeildinni, á Selfossi í kvöld.

Þór náði forystunni strax á fyrstu mínútu þegar Harley Willard skoraði en á 16. mínútu jafnaði Hrvoje Tokic metin metin.

Á 36. mínútu dró til tíðinda þegar Hermann Helgi Rúnarsson fékk beint rautt spjald fyrir brot sem aftasti maður.

Hermann Helgi mótmælti dómi Erlends Eiríkssonar harðlega enda var það ekki hann sem var brotlegur, heldur Orri Sigurjónsson.

Erlendur hlustaði ekkert á mótmælin og rauða spjald Hermanns Helga stóð.

Staðan 1:1 í leikhléi.

Eftir rúmlega klukkutíma leik skoraði Gary Martin sigurmark Selfoss og langþráður sigur heimamanna því staðreynd, en Selfoss hafði ekki unnið í síðustu fjórum leikjum.

Undir blálokin fékk Jón Vignir Pétursson, leikmaður Selfoss, sitt annað gula spjald og þar með rautt en það kom ekki að sök.

Með sigrinum fór Selfoss upp í þriðja sæti deildarinnar þar sem liðið er nú með 25 stig. Þór er áfram í áttunda sæti með 20 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert