HK einu stigi frá toppnum

Arna Sól Sævarsdóttir og stöllur í HK eru aðeins einu …
Arna Sól Sævarsdóttir og stöllur í HK eru aðeins einu stigi frá toppliðinu. mbl.is/Árni Sæberg

HK er aðeins einu stigi frá FH á toppi Lengjudeildar kvenna í fótbolta eftir sannfærandi 4:1-sigur á Haukum í Kórnum í kvöld.

Gabriella Coleman kom HK yfir á 37. mínútu og var staðan í leikhléi 1:0. Emma Sól Aradóttir bætti við öðru marki á 53. mínútu en Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir minnkaði muninn fyrir Hauka á 64. mínútu.

HK bætti hinsvegar við tveimur mörkum á síðasta kortérinu er Isabella Eva Aradóttir komst á blað og Gabriella Coleman gerði sitt annað mark og fjórða mark HK.

Í Grindavík var Tinna Hrönn Einarsdóttir hetja Grindavíkur gegn Fjölni, en hún gerði bæði mörkin í 2:0-sigri. Það fyrra á 25. mínútu og það seinna á 86. mínútu. Grindavík er í sjötta sæti með 14 stig en Fjölnir í níunda sæti með fjögur stig, eins og Haukar sem eru í tíunda sæti. Þau eru átta stigum frá öruggu sæti og nær fallin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert