Olga best í deildinni

Olga Sevcova í leik með ÍBV gegn Keflavík í sumar.
Olga Sevcova í leik með ÍBV gegn Keflavík í sumar. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Olga Sevcova, lettneska landsliðskonan í liði ÍBV, var besti leikmaður nýliðins tímabils í Bestu deild kvenna í fótbolta samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins.

Hún fékk alls 17 M á leiktíðinni, tveimur fleiri en bandaríski markvörðurinn Samantha Leshnak hjá Keflavík og þremur fleiri en Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir hjá Val, Danielle Marcano hjá Þrótti og markadrottning deildarinnar, Jasmín Erla Ingadóttir hjá Stjörnunni, sem allar fengu 14 M.

Þá var hún í liði mánaðarins hjá Morgunblaðinu alla fjóra mánuði tímabilsins (liðið var ekki valið í júlí þar sem hlé var á deildinni vegna EM), tvisvar í byrjunarliði og tvisvar á bekknum. Olga fékk M í 15 leikjum af 18 á tímabilinu. Þar af fékk hún tvö M í tvígang og sýndi mestan stöðugleika allra leikmanna í deildinni. Enn fremur fékk hún fleiri M á útivelli, níu talsins, en í heimaleikjum með ÍBV, þar sem M-in voru samtals átta. Olga fékk M í öllum níu útileikjum Eyjaliðsins.

Uppgjörið má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag þar sem sjá má fimm bestu leikmenn í hverju liði samkvæmt M-gjöfinni og úrvalslið Bestu deildar kvenna 2022, ellefu leikmenn í byrjunarliði og átta varamenn. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »