Frá Keflavík til Kanada

Kian Williams hefur yfirgefið Keflvíkinga.
Kian Williams hefur yfirgefið Keflvíkinga. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Enski knattspyrnumaðurinn Kian Williams er genginn til liðs við kanadíska úrvalsdeildarfélagið Valour.

Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu en Williams, sem er 22 ára gamall, hefur leikið með Keflavík í efstu deild hér á landi undanfarin þrjú tímabil.

Þá lék hann með Magna í 1. deildinni sumarið 2019 en alls á hann að baki 38 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað 6 mörk.

Hann skoraði fimm mörk í 22 leikjum í Bestu deildinni í sumar en hann er uppalinn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Leicester.

Valour hafnaði í fimmta sæti deildarinnar á síðustu leiktíð en alls leika átta lið í deildinni.

mbl.is