Trúna hafði ég alltaf

Freyr Alexandersson klappar stuðningsmönnum lof í lófa í Lyngby á …
Freyr Alexandersson klappar stuðningsmönnum lof í lófa í Lyngby á laugardag. Ljósmynd/Lyngby BK

„Ég held að ég sé nokkurn veginn búinn að ná áttum og taka þetta allt inn. Ríkjandi tilfinningarnar eru sennilega stolt og gleði. Þær eru svona langsterkastar akkúrat núna,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari karlaliðs Lyngby í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið.

Lyngby bjargaði sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni með hreint ótrúlegum hætti í lokaumferð neðri hluta hennar á laugardag. Freyr segist verða að gangast við því að um stærsta afrek sitt á þjálfaraferlinum til þessa sé að ræða.

„Já, ég held að ég segi það nú. Ég á nú einhvern veginn erfitt með að líta framhjá því. Auðvitað er þetta líka það sem maður er í akkúrat núna, í miðjum stormi, og er skýrast í hausnum á manni. En ég held að ég verði að segja að þetta sé mitt stærsta afrek.“

Þegar deildin var hálfnuð, að 16 umferðum loknum, sat Lyngby sem fastast á botni deildarinnar, án sigurs og með einungis fimm stig. „Það leit alls ekki vel út þá,“ viðurkenndi Freyr.

Fyrsti sigurinn kom loks í 17. umferð og alls safnaði Lyngby 23 stigum á síðari hluta tímabilsins og hélt sér uppi með því vinna sér inn alls 28 stig, jafnmörg og Horsens, sem féll með lakari markatölu. Hvernig tókst lærisveinum Freys að afreka það að bjarga sér frá falli?

Samstaða, trú og skýr sýn

„Hvernig við fórum að þessu er sambland af mörgu. En fyrst og fremst var það að hafa óbilandi trú á sínu liði og leikmönnum og ná því besta fram úr sjálfum sér. Ef ég hefði ekki náð að vera besta útgáfan af sjálfum mér þá hefði ég ekki getað krafist mikils af öðrum í þessari stöðu. Þegar maður er í þessu starfi snýst þetta um að krefjast mikils af öðrum. Þá verðurðu að geta verið í standi sjálfur,“ útskýrði hann.

Ítarlegt viðtal við Frey má lesa á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert