Fylkir á flesta heimamenn

Fylkir hefur notað tólf uppalda leikmenn í fyrstu fimm umferðum …
Fylkir hefur notað tólf uppalda leikmenn í fyrstu fimm umferðum Bestu deildar karla. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Fylkir hefur teflt fram flestum uppöldum leikmönnum í Bestu deild karla í fótbolta í fyrstu fimm umferðunum á þessu keppnistímabili en flestir leikmenn í deildinni eru uppaldir í Breiðabliki.

Þetta er meðal þess sem sjá má í Morgunblaðinu í dag þar sem fram kemur hversu marga uppalda leikmenn hvert lið deildarinnar hefur notað í leikjunum fimm og frá hvaða félögum og löndum allir leikmenn deildarinnar koma.

Hjá Fylki eru 12 leikmenn af 20 sem tekið hafa þátt í leikjunum uppaldir í Árbænum. HK kemur í kjölfarið með 10 uppalda leikmenn af 20 og Skagamenn eru þriðja félagið sem nær því að vera með 50 prósenta hlutfall.

Á neðri hluta kortsins má sjá hvar leikmennirnir í deildinni eru uppaldir og þar kemur fram að 22 leikmenn koma frá Breiðabliki þó aðeins átta þeirra séu í röðum Kópavogsliðsins í dag. FH og Víkingur eru m.a. með þrjá Blika í sínum röðum hvort félag.

Fjölnir á heilt lið í deildinni , ellefu leikmenn, þó Grafarvogsfélagið leiki í 1. deild. Afturelding er skammt undan því níu leikmenn í Bestu deildinni eru uppaldir í Mosfellsbænum. Þar er mest sláandi að fimm þeirra leika með Breiðabliki.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag ásamt nákvæmum kortum um uppruna leikmanna í deildinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert