6. umferð: Skoraði 100. markið

Sandra María Jessen hefur skorað 100 deildamörk á ferlinum.
Sandra María Jessen hefur skorað 100 deildamörk á ferlinum. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, heldur áfram að ná stórum áföngum í leikjum Akureyrarliðsins í Bestu deild kvenna.

Í fimmtu umferðinni lék hún sinn 200. deildaleik á ferlinum og gegn Tindastóli í sjöttu umferðinni á föstudagskvöldið skoraði Sandra sitt 100. deildamark á ferlinum þegar Þór/KA vann Norðurlandsslaginn í Boganum, 5:0.

Mörkin skiptast þannig að Sandra hefur skorað 99 mörk fyrir Þór/KA í efstu deild og eitt fyrir Leverkusen í efstu deild Þýskalands. Það er því væntanlega mjög stutt í næsta áfanga, 100. markið í íslensku úrvalsdeildinni.

Sandra skoraði jafnframt sitt 10. mark í deildinni á þessu tímabili. Hún hefur þrisvar áður skorað tíu mörk eða fleiri á heilu tímabili, síðast 14 mörk árið 2018.

Iðunn Rán Gunnarsdóttir og Emelía Ósk Kruger skoruðu báðar sitt fyrsta mark í efstu deild í sigri Þórs/KA gegn Tindastóli. Iðunn í sínum 30. leik og Emelía í sínum 12. leik. Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði hins vegar sitt 20. mark í deildinni í leiknum.

Hulda Ösp Ágústsdóttir skoraði líka sitt fyrsta mark í deildinni þegar hún tryggði Víkingi jafntefli gegn FH, 2:2. Það var hennar fimmti leikur í efstu deild.

Úrslit­in í 6. um­ferð:
Breiðablik - Val­ur 2:1
FH - Vík­ing­ur R. 2:2
Stjarn­an - Fylk­ir 2:1
Þór/​KA - Tindastóll 5:0
Kefla­vík - Þrótt­ur R. 1:0

Marka­hæst­ar:
10 Sandra María Jessen, Þór/​​​​KA
6 Vig­dís Lilja Kristjáns­dótt­ir, Breiðabliki
5 Agla María Al­berts­dótt­ir, Breiðabliki
4 Am­anda Andra­dótt­ir, Val
4 Eva Rut Ásþórs­dótt­ir, Fylki
3 Andrea Rut Bjarna­dótt­ir, Breiðabliki
3 Birta Georgs­dótt­ir, Breiðabliki
3 Fann­dís Friðriks­dótt­ir, Val
3 Guðrún Elísa­bet Björg­vins­dótt­ir, Val
3 Haf­dís Bára Hösk­ulds­dótt­ir, Vík­ingi
3 Hannah Sharts, Stjörn­unni
3 Jasmín Erla Inga­dótt­ir, Val
3 Sig­dís Eva Bárðardótt­ir, Vík­ingi

Næstu leik­ir:
8.6. Valur - Stjarnan
8.6. Fylkir - FH
8.6. Víkingur R. - Keflavík
8.6. Þróttur R. - Tindastóll
8.6. Þór/KA - Breiðablik

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert