Holland tók Ítalíu í karphúsið

Hollendingar fagna eftir að Ruud van Nistelrooy, annar frá vinstri, ...
Hollendingar fagna eftir að Ruud van Nistelrooy, annar frá vinstri, kom þeim yfir. Reuters

Hollendingar tóku heimsmeistarana frá Ítalíu í karphúsið nú rétt í þessu, í C-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu, en leikurinn fór fram í Bern í Sviss. Leikurinn endaði 3:0.

Holland var mikið betra í leiknum og var 2:0 yfir í hálfleik, Ruud van Niestelrooy skoraði á 27. mínútu og Wesley Sneidjer á 32. mínútu. Það var síðan Giovanni van Bronkhurst sem rak smiðshöggið, þegar hann skoraði þriðja mark leiksins með skalla á 79. mínútu, eftir sendingu frá Dirk Kuyt, en Kuyt átti tvær stoðsendingar í leiknum.

Holland er nú efst í C-riðli með þrjú stig, en Frakkar og Rúmenar hafa eitt stig hvort. Ítalir reka svo lestina, án stiga. 

Fylgst var með gangi mála í textalýsingu hér á mbl.is, smellið hér.

Þessi stuðningsmaður Hollendinga hvetur sína menn af krafti í Bern.
Þessi stuðningsmaður Hollendinga hvetur sína menn af krafti í Bern. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina