Ísland í raun lið án gæða

Íslendingar fagna sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar í kvöld.
Íslendingar fagna sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar í kvöld. AFP

Danny Mills, sérfræðingur á BBC og fyrrum enskur landsliðsmaður sem gerði garðinn frægan með Leeds United á síðustu öld, gerði lítið úr íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu eftir að ljóst varð að Ísland yrði mótherji Englendinga í 16-liða úrslitunum á Evrópumótinu í knattspyrnu.

„Góð úrslit fyrir England. Það er vel raunhæft að þeir geti komið sér í 8-liða úrslitin án þess að spila við lið með nein gæði,” sagði Mills á BBC 5-útvarpsstöðinni.

Aðrir voru ekki á sama máli og settu meðal annars spurningarmerki við það hvort Ísland eða Portúgal hefðu í raun spilað betur á mótinu.

Trevor Sinclair, fyrrum atvinnumaður, segir Englendinga þurfa að varast Íslendinga.

„Þeir munu ekki óttast að spila gegn Englandi. Þeir verjast ánægðir sem ein heild og þegar þeir fá færin eru þeir ansi lunknir fyrir framan markið,” sagði Sinclair.

mbl.is

Bloggað um fréttina