Gestgjafarnir mörðu sigur á Serbum

Petar Nenadic í leiknum í kvöld. Hann gerði sex mörk.
Petar Nenadic í leiknum í kvöld. Hann gerði sex mörk. AFP

Pólland rétt marði Serbíu 29:28 í í kvöld en þetta var fyrsti leikur beggja liða á Evrópumótinu sem fer einmitt fram í Póllandi.

Leikurinn var hnífjafn frá fyrstu mínútu en mest tókst Pólverjum að ná þriggja marka forystu í leiknum. Staðan í hálfleik var 15:14 Serbíu í vil en Pólverjar tóku við sér í þeim síðari.

Þegar fimm mínútur voru eftir voru Pólverjar með tveggja marka forystu en Ivan Nikcevic minnkaði muninn með marki úr vítakasti. Þegar 53 sekúndur voru eftir fengu Serbar annað vítakast en þá lét Nikcevic verja frá sér.

Lokatölur því 29:28 Pólverjum í vil. Pólland og Frakkland náðu því bæði í sigur í fyrstu umferð á meðan Serbía og Makedónía eru án stiga í A-riðli.

Michal Jurecki var atkvæðamestur í pólska liðinu með 7 mörk en næstir á eftir honum komu þeir Ivan Nikcevic og Petar Nenadic með 6 mörk í serbneska liðinu.

mbl.is