Fær þjálfari og atvinnulaus stórskytta

Guðjón Valur Sigurðsson einbeittur í leiknum í gær.
Guðjón Valur Sigurðsson einbeittur í leiknum í gær. Ljósmynd/ Foto Olimpik

Guðjón Valur Sigurðsson þekkir vel til þjálfarans Juris Schewzows sem stýrir Hvíta-Rússlandi, andstæðingi Íslands á morgun á Evrópumótinu í Póllandi.

Schewzow hefur stýrt Hvíta-Rússlandi frá árinu 2009 og skilað því nú í lokakeppni fjögurra stórmóta í röð, en hann var þjálfari Guðjóns hjá þýska liðinu Essen árin 2001-2005. Schewzow hefur einnig þjálfað Rhein-Neckar Löwen og Lemgo og Guðjón segir að þarna fari afar fær þjálfari:

„Ég þekki þjálfarann þeirra mjög vel eftir að hafa haft hann í fjögur ár. Hann er gríðarlega sterkur hvað taktík varðar, er búinn að hafa liðið sitt saman síðan 20. desember, þannig að ég er nokkuð viss um að hann er búinn að innprenta mönnum leikplanið fyrir alla þrjá leikina í riðlinum. Ég er sannfærður um að þeir verða mjög erfiðir við að eiga,“ sagði Guðjón, og eins og sjá mátti í leik Hvít-Rússa við Króata í gær hefur landsliðsfyrirliðinn lög að mæla.

Sjá viðtal við Guðjón Val og  umfjöllun um Hvít-Rússana í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.