Guðjón Valur í Norðurlandaúrvalinu

Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. mbl.is/Árni Sæberg

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, er í úrvalsliði Norðurlanda sem sænskir fjölmiðlamenn hafa valið nú þegar líður að lokum Evrópumótsins í Króatíu.

Sænska blaðið Aftonbladet fékk kollega sína í sænsku pressunni til að velja úrvalslið Norðurlandanna og þegar tekin höfðu verið saman atkvæði þeirra kom í ljós að Guðjón Valur er í liðinu. Tveir aðrir Íslendingar fengu atkvæði, Aron Pálmarsson 2 og Alexander Petersson 1.

Mest var hægt að fá 10 atkvæði og fékk Guðjón Valur 5 en danska stórskyttan fékk flest atkvæði eða 9 talsins.

Úrvalsliðið lítur þannig út:

Markvörður: Niklas Landin, Danmörku (5,5 atkvæði)

Vinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson, Íslandi (5)

Skytta vinstra megin: Mikkel Hansen, Danmörku (9)

Miðjumaður: Sander Sagosen, Noregi (8)

Skytta hægra megin: Albin Lagergren, Svíþjóð (8)

Hægra horn: Kristian Björnsen, Noregi (6)

Línumenn: Bjarte Myrhol, Noregi/Andreas Nilsson, Svíþjóð (4)

Varnarmaður: Tobias Karlsson, Svíþjóð (6)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert