Danski Íslendingurinn í einangrun

Hans Óttar Lindberg skorar í landsleik.
Hans Óttar Lindberg skorar í landsleik. AFP

Einn reyndasti handboltamaður heims, hinn íslenskættaði Hans Óttar Lindberg, hefur greinst með kórónuveiruna og er kominn í einangrun í Búdapest.

Hann verður því ekki með Dönum þegar þeir mæta Króötum í milliriðlinum annað kvöld. Hans Óttar, sem er fertugur og á íslenska foreldra, missir því líklegast einnig af leikjum Dana við Hollendinga og Frakka á mánudag og miðvikudag.

mbl.is