Spilað snemma á föstudaginn

Bjarki Már Elísson og Viggó Kristjánsson voru afslappaðir á varamannabekknum …
Bjarki Már Elísson og Viggó Kristjánsson voru afslappaðir á varamannabekknum á lokamínútum leiksins gegn Svartfellingum í dag. Þeir eiga leik klukkan 14.30 á föstudag. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Þriðja leikinn í röð verður íslenska landsliðið snemma á ferð á föstudaginn þegar spilað verður um fimmta sætið á Evrópumóti karla í handknattleik í Búdapest.

Leikur Íslands og Noregs verður fyrsti leikur föstudagsins í MVM-höllinni í ungversku höfuðborginni en flautað verður til leiks klukkan 14.30 að íslenskum tíma, rétt eins og í leikjunum gegn Króatíu og Svartfjallalandi í þessari viku.

Ef Ísland hefði komist í undanúrslit hefði liðið hinsvegar spilað klukkan 17.00 en þá hefst viðureign Spánverja og Dana. Hinn undanúrslitaleikurinn, á milli Frakka og Svía, hefst klukkan 19.30

Þegar þessum leikjum er lokið verða bara eftir tveir leikir á Evrópumótinu, leikirnir um verðlaunasætin. Þeir fara fram á sunnudaginn en leikurinn um bronsið hefst klukkan 14.30 og úrslitaleikurinn um Evrópumeistaratitilinn hefst klukkan 17.

mbl.is