Guðmundur einn sá besti í heiminum í dag

„Guðmundur er svakalega skipulagður þjálfari,“ sagði Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handknattleik, í EM-uppgjöri Dagmála, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Guðmundur Þórður Guðmundsson hefur stýrt íslenska karlalandsliðinu í handknattleik frá árinu 2018 en hann stýrði liðinu einnig frá 2001 til 2004 og svo aftur frá 2008 til ársins 2012.

Undir stjórn Guðmundar náði Ísland sínum besta árangri í sögunni þegar liðið vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og svo til bronsverðlauna á EM 2010 í Austurríki.

„Það er allt rýnt niður í öreindir og það er mikið um fundarhöld, líklegast sjö myndbandsfundir eða hér um bil fyrir hvern einasta leik,“ sagði Hreiðar Levý. 

„Það er ekki hlutverk þjálfarans að vera einhver skemmtikraftur. Það er bara einn þjálfari sem ræður og Guðmundur er einn besti þjálfari í heiminum í dag,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon.

EM-uppgjör Dagmála má nálgast með því að smella hér.

Guðmundur Þórður Guðmundsson.
Guðmundur Þórður Guðmundsson. Ljósmynd/Szilvia Micheller
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert