Alfreð: Hann er besti markvörður heims

Andreas Wolff og Alfreð Gíslason ánægðir í leikslok í kvöld.
Andreas Wolff og Alfreð Gíslason ánægðir í leikslok í kvöld. AFP/Ina Fassbender

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þjóðverja í handknattleik, fór ekki í grafgötur með hver gerði útslagið í leik Þýskalands og Íslands á Evrópumótinu í Köln í kvöld.

Andreas Wolff átti stórleik í marki Þjóðverja og varði m.a. þrjú vítaköst.

„Andi er á þessari stundu örugglega besti markvörður heims, kannski með Landin, en hann er ótrúlega stöðugur í sínum leik og hefur breyst mikið. Ég þekkti hann líka á árum áður, þá var hann gríðarlega ör og skapmikill. Nú er hann miklu rólegri og yfirvegaðri. Hann er stórkostlegur markvörður," sagði Alfreð Gíslason við fréttamenn eftir leikinn.

Guði sé lof 

Hann hrósaði markverðinum sínum enn frekar. „Andi átti virkilega góðan leik, guði sé lof,“ sagði Alfreð við Handball-World. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert