„Hann er miklu betri en ég bjóst við“

Naby Keita hefur heillað Daniel Sturridge upp úr skónum.
Naby Keita hefur heillað Daniel Sturridge upp úr skónum. AFP

Daniel Sturridge, framherji enska knattspyrnufélagsins Liverpool, er afar hrifnn af nýjasta leikmanni liðsins, Naby Keita. Keita gekk til liðs við Liverpool í sumar frá þýska félaginu RB Leipzig en Liverpool borgaði 54 milljónir punda fyrir miðjumanninn en enska félagið hafði verið lengi á höttunum eftir Keita.

„Ég elska þennan gæja,“ sagði Sturridge í samtali við heimasíðu Liverpool í vikunni. Það hefur komið mér mikið á óvart, hversu góður hann er. Ég vissi að hann væri góður en ekki svona góður, ég horfi ekki mikið á þýska boltann og hef því ekki séð mikið til hans þangað til núna.“

„Það er langt síðan maður sá miðjumann eins og hann. Hann getur gert ótrúlegustu hluti með boltann. Hann getur varist, hann getur gefið hann, tekið menn á, hann er snöggur og sterkur. Hann hefur allt. Ég er mjög spenntur að sjá hvað hann gerir í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni,“ sagði Sturridge að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka