Sambandið var bara búið (myndskeið)

Dele Alli hefur spilað mjög vel fyrir Tottenham síðan José Mourinho tók við sem knattspyrnustóri liðsins fyrir síðustu helgi. Alli lék ekki sérstaklega vel síðustu mánuðina undir stjórn Mauricio Pochettino. 

Alli var til umræðu í Vellinum á Símanum sport. Margrét Lára Viðarsdóttir og Bjarni Þór Viðarsson voru álitsgjafar Tómasar Þórðar Þórðarsonar í þættinum. 

„Pochettino var búinn að vera þarna í sex ár og sambönd á milli leikmanna og þjálfara verða stundum þreytt. Sambandið var bara búið hjá Dele Alli og Pochettino,“ sagði Bjarni. 

„Þetta snýst um sjálfstraustið líka. Ef þú spilar vel færðu smjörþefinn af fleiri góðum leikjum,“ bætti Margrét við. 

Umræðuna má sjá í spilaranum hér yfir ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert