Hvað er Carlo Ancelotti að gera hérna? (myndskeið)

Tómas Þór Þórðarson og Bjarni Þór Viðarsson ræddu saman á Símanum sport um umferðina sem fram fer í enska boltanum um helgina.

Nokkrir áhugaverðir leikir fara fram á morgun og sunnudag. Everton heimsækir m.a Newcastle, Burnley og Manchester United mætast á laugardaginn.

Tveir mjög spennandi leikir eru á sunnudag. Annars vegar mætast Arsenal og Chelsea og hins vegar Liverpool og Wolves. 

Tómas og Bjarni Þór velta m.a fyrir sér komu Ancelotti til Everton í umræðunni, en það kom mörgum á óvart að Ancelotti hafi tekið við Gylfa og félögum. 

Þetta áhugaverða innslag má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is