City einbeitir sér að hinum keppnunum (myndskeið)

Englandsmeistarar Manchester City eru nú 22 stigum á eftir toppliði Liverpool eftir 2:0-tap gegn Tottenham í Lundúnum í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. City var mikið sterkari aðili leiksins lengst af en fékk svo rautt spjald og heimamenn gengu á lagið.

„Ég upplifði smá pirring í City-liðinu, líkamstjáning Kevin de Bruyne var úr karakter, Sergio Aguero er óheppinn í leiknum og Raheem Sterling, augnablikið er ekki með honum þessar vikurnar,“ sagði Freyr Alexandersson, sem var gestur Tómas Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport. „Tottenham þurfti að vinna þennan leik en City er búið að setja einbeitinguna sína á hinar þrjár keppnirnar.“

Umræðurnar um Manchester City og Tottenham má sjá í spilaranum hér að ofan en Bjarni Þór Viðarsson var einnig gestur í þættinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert