Sagður hafa hafnað Liverpool í janúar

Christian Früchtl hafnaði Liverpool í janúar.
Christian Früchtl hafnaði Liverpool í janúar. Ljósmynd/@LFCTransferRoom

Christian Früchtl, markvörður þýska knattspyrnufélagsins Bayern München, hafnaði því að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool í janúarglugganum en frá þessu greina þýskir fjölmiðlar.

Früchtl er þriðji markvörður Bayern München, á eftir þeim Manuel Neuer og Sven Ulreich. Hann var tilbúinn að yfirgefa Þýskalandsmeistarana í janúar þar sem hann vill fá að spila reglulega en hann sá ekki fram á að gera það hjá Liverpool þar sem Alisson Becker er markmaður númer eitt.

Alexander Nübel mun ganga til liðs við Bayern frá Schalke næsta sumar og þá mun samkeppnin hjá Bayern harða enn frekar. Früchtl er tvítugur að árum en hann gekk til liðs við Bayern árið 2014. Hann á að baki 56 leiki með varaliði félagsins en á enn þá eftir að spila sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir félagið.

mbl.is