Gylfi fór aldrei í nammibarinn eða á djammið (myndskeið)

Knatt­spyrnumaður­inn Gylfi Þór Sig­urðsson er í áhuga­verðu viðtali við Tóm­as Þór Þórðar­son hjá Sím­an­um Sport og mbl.is birt­ir nú fjórða og síðasta bútinn úr viðtalinu. 

Þar er Gylfi spurður út í Andre Gomes, liðsfélaga sinn hjá Everton, sem fótbrotnaði illa í nóvember á síðasta ári. Gylfi hefur mikið álit á Gomes og viðurkennir að meiðsli hans minni hann á að vera þakklátur fyrir að vera meiðslalaus stærstan hluta ferilsins. 

Þá var Gylfi spurður út í unglingsárin, en miðjumaðurinn fór til Reading þegar hann var aðeins 16 ára gamall og fór því aldrei í menntaskóla. 

Þennan skemmtilega bút má sjá í spilaranum  hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert