Enskur framherji fárveikur með veiruna

Charlie Austin lék með Southampton áður en hann gekk í …
Charlie Austin lék með Southampton áður en hann gekk í raðir WBA. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Charlie Austin hefur verið greindur með kórónuveiruna og lýsir hann veikindum sínum við Telegraph í dag. Austin, sem leikur með WBA í B-deildinni, veiktist illa vegna veirunnar. 

„Það var eins og einhver hefði hellt fullri fötu af vatni yfir mig. Ég var rennandi blautur af svita. Skömmu síðar fór ég að finna fyrir frekari einkennum. Ég er ungur og hraustur en þessi veira er alvarleg, ekki vanmeta hana,“ sagði Austin. 

Hann hvetur fólk til þess að fara varlega. „Ég skil að fólk vilji halda áfram að lifa lífinu og ég var þannig sjálfur þangað til í síðustu viku. Þetta er mjög alvarlegt og við ættum að fara varlega,“ sagði Austin. 

mbl.is