Stórt skref í rétta átt (myndskeið)

Jimmy Floyd Hasselbaink, fyrrverandi framherji enska knattspyrnufélagsins Chelsea, var gestur Vallarins sem var á dagskrá Símans Sport í gær. Chelsea vann afar mikilvægan 2:1-sigur gegn Manchester City á Stamford Bridge í London í gær en liðið er nú í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 54 stig, einu stigi minna en Leicester sem er í þriðja sætinu.

Hassebaink ræddi og gerði upp leikinn með Tómasi Þór Þórðarssyni, ritstjóra enska boltans, og Eiði Smára Guðjohnsen og Frey Alexanderssyni. Sigur Chelsea þýddi einnig að Liverpool er Englandsmeistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár en mikil fagnaðarlæti brutust út hjá stuðningsmönnum rauða liðsins eftir að flautað hafi verið af á Stamford Bridge.

„Það komu ákveðin augnablik í leiknum þar sem Chelsea var í miklum erfiðleikum en sú staða getur alltaf komið upp þegar að þú ert að gegn liði eins og Mancheter City,“ sagði Hasselbaink. „Jafnvel þó að þeir séu einum manni færri þá eru fá lið í heiminum betri í að halda bolta og þeir geta gert andstæðingum mjög erfitt fyrir.

Chelsea gerði mjög vel í að skapa sér færi í leiknum og að komast aftur fyrir varnarmenn City. Mér fannst Chelsea-liðið reyna að spila fótbolta allan tímann, þrátt fyrir að City-menn hafi sett mikla pressu á Chelsea á stórum köflum leiksins. Bæði lið áttu sína spretti en að lokum var það Chelsea sem fagnaði 2:1-sigri,“ sagði Hasselbaink meðal annars.

Willian fagnar marki sínu gegn Manchester City ásamt liðsfélögum sínum.
Willian fagnar marki sínu gegn Manchester City ásamt liðsfélögum sínum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert