Orðinn sálfræðingur frekar en þjálfari

Slaven Bilic
Slaven Bilic AFP

Króat­inn geðþekki Slaven Bilic, knattspyrnustjóri enska B-deildarliðsins West Brom, segist vera orðinn sálfræðingur frekar en þjálfari nú þegar stutt er eftir af tímabilinu.

West Brom er í harðri baráttu um sæti í úrvalsdeildinni en liðið situr í öðru sæti með 81 stig, þremur stigum frá toppliði Leeds og þremur stigum fyrir ofan Brentford í þriðja sæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Efstu tvö liðin fara beint upp og næstu fjögur keppa sín á milli í umspili.

„Á undirbúningstímabilinu er þetta 80% taktíst og styrktarþjálfarar sjá um að halda mönnum í formi. En núna er ég sálfræðingur, ég er til staðar til að hjálpa þeim andlega,“ sagði Bilic í viðtali við sky Sports en West Brom mætir Fulham á morgun og getur með sigri tekið toppsætið af Leeds.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert