Margrét Lára hundskammaði United

„Mourinho vann þennan slag taktískt við Solskjær,“ sagði Bjarn Þór Viðarsson á Símanum Sport er hann rýndi í ótrúlegan 6:1-sigur Tottenham á Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Anthony Martial fékk rautt spjald eftir um hálftíma leik, í stöðunni 2:1, og þurfti United því að spila manni færri það sem eftir var. „Vel gert hjá Tottenham að klára leikinn á fullu gasi og vinna 6:1 en menn verða að leggja aðeins meira á sig þegar liðið er einum færri,“ bætti Margrét Lára Viðardóttir við en hún var gríðarlega óánægð með vinnuframlag heimamanna í leiknum og lét þá heyra það.

Þau voru að ræða við Tómas Þór Þórðarson í þættinum Vellinum en umræðurnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is