Sá norski nálgast Arsenal

Martin Ödegaard í leik með Real Madrid gegn Shakhtar Donetsk …
Martin Ödegaard í leik með Real Madrid gegn Shakhtar Donetsk í Meistaradeildinni í desember. AFP

Norski knattspyrnumaðurinn Martin Ödegaard er að ganga til liðs við Arsenal á láni frá Spánarmeisturum Real Madrid.

Það er Sky Sports sem greinir frá þessu  en Ödegaard er einungis 22 ára gamall og var einn eftirsóttasti táningurinn í heimsfótboltanum árið 2015.

Hann fór til reynslu hjá öllum stærstu liðum Evrópu en ákvað að lokum að skrifa undir samning við Real Madrid þar sem hann hefur fengið fá tækifæri.

Ödegaard eyddi síðustu leiktíð á láni hjá Real Sociedead þar sem hann stóð sig afar vel og nú virðist hann vera á leið til Arsenal.

Sóknarmaðurinn á að baki 25 landsleiki fyrir Noreg þar sem hann hefur skorað eitt mark.

mbl.is