Klopp og Milner áttu í skemmtilegu orðaskaki

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, og James Milner áttu í skemmtilegu orðaskaki þegar sá síðarnefndi var tekinn af velli í 3:1-sigri liðsins gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Milner var tekinn af velli á 57. mínútu í stöðunni 0:0 og virtist heldur betur ósáttur við það að fara út af en aðeins sekúndum síðar braut Liverpool ísinn og maðurinn sem kom inn á fyrir Milner, Curtis Jones, lagði upp markið. Þeir Tómas Þór Þórðarson, Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Einarsson fóru yfir þetta skemmtilega atvik í þættinum Völlurinn á Símanum Sport.

Einnig ræddu þeir óvænt kaup Liverpool á nýjum varnarmanni en umræðurnar má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert