Arsenal gefst ekki upp

Aaron Ramsdale er eftirsóttur.
Aaron Ramsdale er eftirsóttur. AFP

Enska knattspyrnufélagið Arsenal hefur ekki gefist upp á að kaupa markvörðinn Aaron Ramsdale af Sheffield United.

Sheffield-félagið hefur hafnað tveimur tilboðum Arsenal í markvörðinn, en Sky Sports greinir frá því í dag að Arsenal muni bjóða í hann í þriðja sinn. Miðillinn segir að þriðja tilboðið muni hljóma upp á 25 milljónir punda.

Ramsdale var valinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum Sheffield United er liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann var varamarkvörður Jordan Pickford á Evrópumótinu í sumar.

Markvörðurinn 23 ára hefur leikið 79 leiki í ensku úrvalsdeildinni og fjölmarga leiki með yngri landsliðum Englands.

mbl.is