Nýliðarnir sækja fyrirliða Mainz

Moussa Niakhaté nýi leikmaður Nottingham Forest.
Moussa Niakhaté nýi leikmaður Nottingham Forest. Ljósmynd/NFFC

Enska knattspyrnufélagið Nottingham Forest hefur gengið frá kaupum á franska varnarmanninum Moussa Niakhaté frá Mainz í Þýskalandi. 

Hann skrifar undir til þriggja ára með valkost um annað ár. Verðmiðinn er 15 milljónir punda.

Niakhaté var fyrirliði Mainz er félagið endaði í áttunda sæti þýsku A-deildarinnar í vor. Hann hefur spilað 128 leiki fyrir Mainz síðan hann kom til félagsins frá Metz árið 2018. 

Þetta eru fjórðu kaup félagsins í sumar sem ætlar aldeilis að styrkja sig fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni. Forest hefur einnig fengið framherjann Taiwo Awoniyi, bakvörðinn Giulian Biancone og markvörðinn Dean Henderson

mbl.is