Mörkin: Glæsimark Japanans

Leicester og Brighton gerðu 2:2 jafntefli í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta á King Power-vellinum í Leicester í dag. 

Japaninn Karou Mitoma, sem hefur farið á kostum undanfarið, kom Brighton 1:0 yfir með glæsimarki á 27. mínútu. Reynsluboltinn Marc Albrighton jafnaði síðan metin fyrir heimamenn 11. mínútum síðar. 

Harvey Barnes kom svo heimamönnum 2:1 yfir á 63. mínútu en það var ungi framherjinn Evan Ferguson sem jafnaði metin og tryggði Brighton stig á 88. mínútu. 

Mörkin má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann sport. 

mbl.is