Tileinkar Bianchi sigurinn

Ricciardo tileinkaði Jules Bianchi (á neðri litlu myndinni og ásamt …
Ricciardo tileinkaði Jules Bianchi (á neðri litlu myndinni og ásamt Ricciardo á þeirri efri) sigurinn í Sepang.

Daniel Ricciardo segist hafa beðið eftir sigri í formúlu-1 til að fá tækifæri til að tileinka hann franska ökumanninum Jules Bianchi.

Rösk tvö áru eru frá því Ricciardo fagnaði mótssigri en seint á vertíðinni 2014 slasaðist Bianchi lífshættulega í japanska kappakstrinum í Suzuka. Kom hann aldrei til meðvitundar og lést níu mánuðum seinna af völdum áverka sinna í júlí 2015.

Sigur Ricciardo í Sepang var sá fjórði á ferli hans en fyrsta sigur sinn vann ástralski ökumaðurinn í belgíska kappakstrinum 2014. 

Þeir Bianchi voru góðir persónulegir vinir. „Ég vil tileinka Jules þennan sigur. Ég hef beðið eftir að vinna mót til að geta helgað honum sigurinn. Líf mitt tók stakkaskiptum eftir slysið og ég er einstaklega þakklátur fyrir það sem ég hef og nýt,“ sagði Ricciardo.


 

Nico Rosberg mætir til útfararinnar í Nice. Tvær stórar myndir …
Nico Rosberg mætir til útfararinnar í Nice. Tvær stórar myndir af Bianchi hengu á kirkjuveggnum og blómahaf var þar fyrir framan. mbl.is/afp
Lewis Hamilton mætir til útfarar Jules Bianchi í Nice í …
Lewis Hamilton mætir til útfarar Jules Bianchi í Nice í morgun. mbl.is/afp
Jules Bianchi þótti einstaklega hæfileikaríkur ökumaður og átti að verða …
Jules Bianchi þótti einstaklega hæfileikaríkur ökumaður og átti að verða framtíðarmaður hjá Ferrari.
Jules Bianchi.
Jules Bianchi. AFP
Ökumenn munu líma miða á hjálma sína til stuðnings Jules …
Ökumenn munu líma miða á hjálma sína til stuðnings Jules Bianchi.
Liðsmenn Marussia sýndu Jules Bianchi hluttekningu við athöfn fyrir framan …
Liðsmenn Marussia sýndu Jules Bianchi hluttekningu við athöfn fyrir framan bílskúr hans í Sjotsí. mbl.is/afp
Bíll Jules Bianchi stóð inni í bílskúr Marussia á kappaksturshelginni …
Bíll Jules Bianchi stóð inni í bílskúr Marussia á kappaksturshelginni í Sotsjí og keppti enginn í hans stað þar. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert