Kimi langfljótastur

Kimi Räikkönen í Búdapest.
Kimi Räikkönen í Búdapest. AFP

Kimi Räikkönen sá til þess að Ferraribíllinn væri einnig hraðskreiðastur á seinni degi bílprófana formúluliðanna í Búdapest í dag. 

Næstfljótastur var gamall keppinautur Räikkönen úr formúlunni, Robert Kubica sem sá um reynsluaksturinn fyrir Williamsliðið í dag.

Antonio Giovinazzi, reynsluökumaður Ferrari, ók hraðast í gær og mældist besti hringur hans 1:15,648 mínútur. Räikkönen ók best í dag  á 1:16,171 mín.

Niðurstaða reynsluakstursins varð annars sem hér segir:

1. Kimi Räikkönen, Ferrari,  1:16,171 - 69 hringir
2. Robert Kubica, Williams, 1:18,451 - 38 hringir
3. Lando Norris, McLaren, 1:18,768 - 50 hringir
4. Sean Gelael, Toro Rosso, 1:19,046 - 61 hringur
5. George Russell, Mercedes, 1:19,156 - 56 hringir
6. Antonio Giovinazzi, Sauber, 1:19,413 - 64 hringir
7. Nikita Mazepin, Force India, 1:20,016 - 27 hringir
8. Artem Markelov, Renault ,1:20,054 - 49 hringir
9. Jake Dennis, Red Bull Racing, 1:20,177 - 56 hringir
10. Brendon Hartley, Toro Rosso, 1:20,221 - 67 hringir

mbl.is