Enginn skákar Hamilton

Lewis Hamilton á ferð í Sotsjí.
Lewis Hamilton á ferð í Sotsjí. AFP

Lewis Hamilton á Mercedes ók hraðast á lokaæfingu fyrir tímatöku rússneska kappakstursins í Sotsjí. Var hann 0,2 sekúndum fljótari með hringinn en liðsfélagi hans Valtteri Bottas sem átti annan besta hringinn.

 Í þriðja og fjórða sæti á lista yfir hröðustu hringi urðu Sebastian Vettel og Kimi Räikkönen á Ferrari. Var Vettel 0,6 sekúndum lengur með hringinn en keppinautur hans um heimsmeistaratitil ökumanna, Hamilton.

Í sætum fimm til tíu á nefndum lista urðu -  í þessari röð - Max Verstappen og Daniel Ricciardo hjá Force India,  Charles Leclerc á Sauber, Esteban Ocon á Force India, Kevin Magnussen á Haas og Sergio Perez á Force India.

mbl.is