Bara konur keyra

Keppnisbílarnir í kvennaröðinni, W-seríunni, verða eins og þessi. Þeir eru ...
Keppnisbílarnir í kvennaröðinni, W-seríunni, verða eins og þessi. Þeir eru eins og bílarnir sem brúkaðir eru í formúlu-3.

Splunkunýrri kappakstursmótaröð verður hrundi úr vör á næsta ári og verður hún óvenjuleg sakir þess að undir stýri keppnisbílanna verða eingöngu konur. Hugmyndin er að þær öðlist reynslu í þessum mótum til að keppa síðar meir í formúlu-1.

Lella Lombardier síðasta konan til að keppa í formúlu-1 en það átti sér stað árið 1976 eða fyrir 42 árum. Vonast er til að hugsanlegir arftakar hennar spretti upp og blómstri í „W-röðinni“ eins og mótaröðin mun heita.

Aðstandendur kappakstursseríu þessarar segjast gera sér góðar vonir um að út úr W-röðinni komi öflugar keppniskonur sem muni geta haft í fullu tré við karla í eftir að hljóta samskonar þjálfun og tækifæri og þeir.

„Þetta eru svakalega spennandi tímar fyrir akstursíþróttir almennt og þó sér í lagi konur. Takmark okkar er að nútímavæða kappakstur og sýna veröldinni hvers konur eru færar um að afreka,“ segir forsvarskona W-raðarinnar,CatherineBondMuir.

Hún bætti því við að ólíkt flestum íþróttagreinum væri engar mótaraðir fyrir konur að finna í akstursíþróttum.

Ungar akstursíþróttakonur gætu sérð fram á bjarta tíma á næstum ...
Ungar akstursíþróttakonur gætu sérð fram á bjarta tíma á næstum árum og komist á stall með körlum.

Miðað er við að allt að 20 bílar verði í keppni í W-röðinni sem telja mun sex mót og hefjast í maí á næsta ári. Þær munu keppa um verðlaunafé en í pottinum verður 1,5 milljón dollara. Hver kappakstur verður hálftíma langur og fara mótin - alla vega fyrst um sinn - eingöngu fram í Evrópu.

Þátttökugjald verður ekkert en sérstök dómnefnd mun meta hverju sinni hvort frágangur bílanna og undirbúningur ökumanns uppfylli keppniskröfur. Í henni munu meðal annarra sitja David Coulthard, fyrrverandi ökumaður úr formúlu-1, og bílahönnuðurinn Adrian Newey. 

Bílarnir verða svonefndir Tatuus F3 bílar. Þeir eru búnir 1,8 lítra vélum og verða með hjálmhlífum eins og bílar í formúlu-1.

„Til að verða árangursríkur kappakstursmaður verður viðkomandi að búa yfir færni, staðfestu, keppnishörku, hugrekki og vera vel á sig líkamlega kominn,“ segir Coulthard.„Við hjá W-röðinni erum á því að konur og menn geti og eigi að keppa saman á jafnréttisgrunni sé bakgrunnurinn og þjálfunin sé hin sama. Okkar hlutverk er að sjá til þess að svo geti verið.“

mbl.is