Glufum lokað

Framvængur formúlubíls er völundarsmíði eins og þessi á 2017-bíl Force …
Framvængur formúlubíls er völundarsmíði eins og þessi á 2017-bíl Force India. AFP

Tæknistjóri Williams, Paddy Lowe, segir að formúluliðin hafi lagt mikið á sig til að tryggja að engar nýtanlegar smugur til aukins ávinnings á kostnað annarra liða verði í nýjum reglum um straumfræði keppnisbílanna í ár, 2019.

Liðin flest knúðu á um breytingar á tæknilýsingu framvængjanna til að gera bílum kleift að keppa í auknu návígi. Takmarkið er að auka á framúrakstur þann veg að bílar geti hangið rétt fyrir aftan hver annan án þess að það bitni á vængpressu þeirra.

Fyrir áratug nýttiBrawn F1 liði sér smugu til að búa bíla sína tvöföldumloftdreyfi. Það launaði sér vel því  liðið vann keppni bílsmiða og ökumanna það ár.Lowe telur að engin endurtekning verði á slíku í ár, 2019. 

„Liðin hafa verið opinská, sum þeirra að minnsta kosti, gagnvart þessum vanda. Reglurnar eru mjög takmarkandi. Ég býst við því að það eigi við um liðin öll, að mjög erfitt er að ná mikilli afkastagetu út úr framvængjum,“ segir Lowe.

Andrew Green, tæknistjóri Force India, segir að einn tilgangur breytinganna sé að minnka það flækjustig sem framvængurinn var kominn á. 

Framvængir formúlubíla eru flókið fyrirbæri.
Framvængir formúlubíla eru flókið fyrirbæri.
Framvængir hafa engir verið eins milli liða, en allir afar …
Framvængir hafa engir verið eins milli liða, en allir afar flókin smíð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert