Mjótt á milli

Aðdáandi Max Verstappen stillir sér upp fyrir ljósmyndara í Spielberg.
Aðdáandi Max Verstappen stillir sér upp fyrir ljósmyndara í Spielberg. AFP

Mjótt var á munum á fyrstu æfingu keppnishelgar austurríska kappakstursins í Spielberg. Aðeins tíundi úr sekúndu skildi Lewis Hamilton á Mercedes og Sebastian Vettel á Ferrari að.

Í þriðja sæti varð Valtteri Bottas á Mercedes sem var aðeins 17 þúsundustu úr sekúndu á eftir Vettel að tíma. Besti hringur æfingarinnar hjá Hamilton mældist 1:04,838

Fjórða besta tímann setti Charles Leclerc og í sætum fimm til tíu urðu - í þessari röð - Max Verstappen og Pierre Gasly á Red Bull, Carlos Sainz á McLaren, Daniel Ricciardo á Renault, Kevin Magnussen á Haas og Lando Norris á McLaren, sem var 1,2 sekúndum lengur með hringinn en Hamilton.

Unnendur formúlu-1 labba um brautina í Spielberg á opnum degi …
Unnendur formúlu-1 labba um brautina í Spielberg á opnum degi þar í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert