Klúður í boði Verstappen og Mercedes fagnar

Neistaflug aftur úr bíl Max Verstappen í Barein.
Neistaflug aftur úr bíl Max Verstappen í Barein. AFP

Lewis Hamilton hjá Mercedes var í þessu að vinna fyrsta formúlu-1 kappakstur ársins en hann á það eiginlega alveg að þakka Max Verstappen á Red Bull sem var á mun hraðskreiðari bíl en klúðraði sigri með framúrakstri þegar fimm hringir voru eftir.

Með mikilli siglingu eftir sitt síðasta dekkjastopp dró Verstappen Hamilton hratt uppi og  lagði strax til atlögu og færi gafst. Skynsamlegra hefði verið fyrir hann að bíða næstu möguleika því í beygjunni sem hann sló frá sér höfðu margir ökumenn farið of vítt  út úr og fengið viðvaranir, þar á meðal Hamilton. 

Akkúrat það gerði Verstappen, fór út fyrir bríkur og jaðarstrik og dómarar mótsins ráðlögðu stjórum Red Bull að  gera Verstappen að víkja og hleypa Hamilton aftur fram úr sér, ellegar fengi hann refsivíti og tapaði af sigri. En voru nógu margir hringir eftir í mark fyrir Verstappen að endurheimta forystuna en á því gaf sjöfaldur heimsmeistarinn engin færi það sem eftir var.

Hrósaði Hamilton því verðskulduðum sigri þótt á mun seinfarnari bíl hafi verið.

Úrslit kappakstursins í Barein í heild sinni:

Þótt Max Verstappen yrðu á afdrifarík akstursmistök ók hann að …
Þótt Max Verstappen yrðu á afdrifarík akstursmistök ók hann að öðru leyti stórvel í Barein: AFP
mbl.is