Max fljótastur

Max Verstappen á ferð í Portimao brautinni í Algarve í …
Max Verstappen á ferð í Portimao brautinni í Algarve í Portúgal. AFP

Af æfingum helgarinnar, tveimur í gær  og þeirri þriðju  sem nýlokið er í dag stefnir í tvísýna rimmu um ráspól portúgalska kappakstursins í formúlu-1.

Valtteri Bottas ók hraðast á fyrstu æfingu, Lewis Hamilton þeirri næstu og nú áðan Max Verstappen. Ökumenn Alpine, Fernando Alonso og Esteban Ocon,  eru svo taldir geta sett strik í reikninginn í ráspólskeppninni síðar í dag.

mbl.is