Martraðir í Mónakó

Unnusta Max Verstappen, Kelly Piquet, tók á móti honum á …
Unnusta Max Verstappen, Kelly Piquet, tók á móti honum á endamarkinu í Mónakó. AFP

Kappaksturinn í Mónakó sem lauk rétt í þessu snerist upp í martröð fyrir Ferrari og þó enn frekar Mercedes. Max Verstappen á Red Bull þakkað fyrir og ók til öruggs sigurs í furstadæminu litla milli kletta í Frakklandi.

Verstappen hóf keppni fremstur en á öðrum rásstað þar sem í ljós kom rétt fyrir upphaf kappakstursins að Ferrarifákur Charles Leclerc hafði skemmst meira en talið var í ráspólskeppninni í gær. Útilokað reyndist að lagfæra skemmdirnar og því sjálfhætt fyrir Ferrari.

Það kom í hlut Valtteri Bottas að halda uppi heiðri Mercedes þar sem allt gekk á afturfótum hjá Lewis Hamilton í gær og hann hóf aðeins keppni í sjöunda sæti en göturnar í Mónakó nær útiloka framúrakstur. Bottas var alltaf einni til tveimur sekúndum á eftir Verstappen en þegar hann hugðist freista þess að komast í forystu með því að undirskjóta keppinaut sinn reyndist hægra afturhjólið klossfast og skipti engu þótt reynt væri að ná því undan með varabyssum, allt sat fast og því ekki um annað að ræða fyrir Bottas að fara líka í bað.

Sigurinn er sá fyrsti sem Verstappen vinnur í Mónakó og hefur hann að loknum fimm mótum ársins forystu í stigakeppninni um heimsmeistaratitil ökumanna í formúlu-1. Það er hann í fyrsta sinn á ferlinum, hefur hlotið 105 stig gegn 101 stigum Hamiltons.

Sömuleiðis tók Red Bull forystu í keppni liðanna í fyrsta sinn á árinu, er með 149 stig gegn 148 stigum Mercedes.

p.s.

Fyrir mistök var í gær farið ranglega með stöðuna í stigakeppni ökumanna annars vegar og keppni liðanna hins vegar. Það hefur verið leiðrétt.

Max Verstappen á leið til sigurs í Mónakó.
Max Verstappen á leið til sigurs í Mónakó. AFP
Carlos Sainz ekur Ferrari til annars sætis í Mónakó í …
Carlos Sainz ekur Ferrari til annars sætis í Mónakó í dag. AFP
mbl.is