KR-ingar á toppinn

KR komst á topp Landssímadeildarinnar í knattspyrnu í dag með sigri á ÍA 2:0 á KR-vellinum við Frostaskjól. Lykilskipting Atla Eðvaldssonar á 81. mínútu að setja Besim Haxhiajdini inn á í lið KR var vendipunktur leiksins en Besim lagði upp bæði mörk KR-inga fyrir Guðmund Benediktsson.

Skagamenn voru sterkari úti á vellinum en það voru heimamenn sem áttu öll bestu færin og þeir uppskáru því sanngjarnan sigur í leikslok. Guðmundur Benediktsson var geysilega ákveðinn í framlínu þeirra og átti skot og skalla í tréverkið hjá Skagamönnum á skömmum tíma í fyrri hálfleik og í síðari hálfleiknum kom þriðja skotið í rammann. En Atli skipti Besim inn á 81. mínútu fyrir Arnar Jón Sigurgeirsson og Besim launaði Atla traustið og lagði upp bæði mörk KR-inga með rispum upp hægri kantinn. 1:0 á 86. mínútu
Besim Haxhiajdini tætti í sig vörn Skagamanna og komst upp að endamörkum og sendi fyrir markið á Guðmund Benediktsson sem skallaði boltann í net Skagamanna af stuttu færi. 2:0 á 88. mínútu
Guðmundur Benediktsson skoraði fyrir KR úr vítaspyrnu eftir að Reynir Leósson hafði brotið á honum innan teigs en upphafsmaður sóknarinnar var Besim Haxhiajdini. Byrjunarliðin:
KR:Gunnleifur Gunnleifsson, Bjarni Þorsteinsson, David Winnie, Þormóður Egilsson, Indriði Sigurðsson, Þórhallur Hinriksson (Þórhallur Hinriksson á 75.), Arnar Jón Sigurgeirsson (Besim Haxhiajdini á 81.), Einar Þór Daníelsson, Þorsteinn Jónsson, Andri Sigþórsson, Guðmundur Benediktsson.
ÍA: Þórður Þórðarson, Reynir Leósson, Sturlaugur Haraldsson, Steinar Adolfsson, Pálmi Haraldsson, Heimir Guðjónsson, Jóhannes Harðarson, Alexander Högnason, Sigursteinn Gíslason, Zoran Ivsic, Dean Martin (Hálfdán Gíslason á 77.). Gul spjöld:
KR: Andri Sigþórsson á 40. mínútu, David Winnie á 72. mínútu.
ÍA: Jóhannes Harðarson á 27. mínútu. Dómari: Eyjólfur Ólafsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka