Barcelona og Bordeaux áfram

Sami Khedira t.v. leikmaður Stuttgart í baráttu við Yaya Toure ...
Sami Khedira t.v. leikmaður Stuttgart í baráttu við Yaya Toure hjá Barcelona í leiknum á Camp Nou í kvöld. Toure lagði upp annað mark Barcelona í kvöld. Reuters

Barcelona og Bordeaux tryggði sér síðustu tvö sætin í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld með því að leggja andstæðinga sína á heimavelli. Barcelona vann stórsigur á Stuttgart, 4:0, þar sem Lionel Messi skoraði tvö markanna.

Eins og við var að búast þá vann Barcelona nokkuð auðveldan sigur á Stuttgart eftir að liðin höfðu skilið með skiptan hlut í fyrri leiknum fyrir tveimur vikum í Þýskalandi, 1:1.

Bordeaux vann Olympiakos í Grikklandi, 1:0, og komst síðan yfir á heimavelli í kvöld strax á 5. mínútu. Eftir það varð róðurinn erfiður fyrir leikmenn Olympiakos en nokkuð var um pústra og brot í leiknum þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft og slatti af gulum spjöldum.

Barcelona - Stuttgart 4:0 - leik lokið
Lionel Messi 14., 60.,  Pedro Rodriguez 22., Bojan Krkic 89.
Gult spjald: Jens Lehmann 43., Pavel Pogrebnyak 45., Zdravko Kuzmanovic 54., allir úr herbúðum Stuttgart.

Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli, 1:1.

Bordeaux - Olympíakos 2:1  - leik lokið
Yoann Gourcuff 5., Marouane Chamakh 88. - Konstantinos Mitroglou 65.

Gult spjald: Vassilios Torosidis (Olympiakos) 4., Matt Derbyshire (Olympiakos) 54.,  Alou Diarra (Bordeaux) 66., Olof Melberg (Olympiakos) 74., Avraam Papadopoulos (Olympiakos) 79.
Rautt spjald: Matt Derbyshire (Olympiakos) 60., seinna gula spjaldið. Alou Diarra (Bordeaux) 68.

Fyrri leik liðanna lauk með sigri Bordeax, 1:0

mbl.is

Bloggað um fréttina