Kolbeinn og Jóhann Berg fá nýjan þjálfara

Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. www.az.nl

Hollenska knattspyrnulið AZ Alkmaar tilkynnti í dag um að Gertjan Verbeek hafi verið ráðinn nýr þjálfari liðsins og mun taka við stjórn liðsins af Dick Advocaat sem tekur við þjálfun rússneska landsliðsins þann 1. júlí.

Tveir Íslendingar eru á mála hjá AZ Alkmaar, 21 árs landsliðsmennirnir Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson. Þeir hafa spilað með varaliðinu á þessu tímabili en fá vonandi að spreyta sig með aðalliðinu á næstu leiktíð undir stjórn Verbeek.

mbl.is