Norðmenn svöruðu tvisvar og unnu 2:1

Jóhann Berg Guðmundsson í baráttu við norska bakvörðinn Tom Högli.
Jóhann Berg Guðmundsson í baráttu við norska bakvörðinn Tom Högli. mbl.is/Golli

Norðmenn lögðu Íslendinga að velli, 2:1, í undankeppni Evrópumóts karlalandsliða í fótbolta í kvöld á Laugardalsvelli, eftir að íslenska liðið var yfir í hálfleik, 1:0.

Heiðar Helguson kom Íslandi yfir á 38. mínútu eftir góðan undirbúning Gylfa Þórs Sigurðssonar. Brede Hangeland jafnaði fyrir Norðmenn á 59. mínútu og Mohammed Abdellaoue skoraði sigurmark þeirra á 75. mínútu.

Íslenska liðið heldur á morgun til Danmerkur og mætir þar heimamönnum á Parken á þriðjudagskvöldið.Lið Íslands: Gunnleifur Gunnleifsson - Grétar Rafn Steinsson, Kristján Örn Sigurðsson, Sölvi Geir Ottesen, Indriði Sigurðsson - Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Veigar Páll Gunnarsson, Eggert Gunnþór Jónsson, Jóhann Berg Guðmundsson - Heiðar Helguson.

Varamenn: Ingvar Þór Kale, Ragnar Sigurðsson, Ólafur Ingi Skúlason, Arnór S. Aðalsteinsson, Birkir Bjarnason, Kolbeinn Sigþórsson, Rúrik Gíslason.

Lið Noregs: Jon Knudsen - Tom Högli, Kjetil Wæhler, Brede Hangeland, John Arne Riise - Erik Huseklepp, Björn Helge Riise, Christian Grindheim, Henning Hauger, Morten Gamst Pedersen - Mohammed Abdellaoue.

Varamenn: Rune Jarstein, Vadim Demidov, Espen Ruud, Steffen Iversen, Jan Gunnar Solli, Ruben Jensen, Daniel Braaten.
Heiðar Helguson og John Arne Riise í skallabaráttu.
Heiðar Helguson og John Arne Riise í skallabaráttu. mbl.lis/Golli
Ísland ka. 1:2 Noregur opna loka
90. mín. Leik lokið Leiknum er lokið og vonbrigðin leyna sér ekki hjá leikmönnum Íslands. Að loknum fyrri hálfleik var ekkert sem benti til þess að Ísland myndi tapa þessum leik. Norðmenn voru hins vegar miklu betri í síðari hálfleik og náðu að fylgja því eftir með tveimur mörkum. Mikil vonbrigði fyrir efnilegt íslenskt lið en framtíðin er þeirra.
mbl.is

Bloggað um fréttina