Frábær aukaspyrna (myndskeið)

Boltinn söng í netinu eftir skemmtilega útfærsluna.
Boltinn söng í netinu eftir skemmtilega útfærsluna. mbl.is/Eggert

Japanskir framhaldsskólapiltar skoruðu á dögunum frábært mark úr aukaspyrnu í leik þar í landi. Skemmtileg útfærsla á aukaspyrnu varð til þess að andstæðingurinn vissi ekki hvað var að gerast, og fékk mark á sig.

East Fukuoka fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateiginn, hægra megin. Tveir leikmenn stóðu yfir boltanum, tilbúnir að spyrna og þrír félagar þeirra bökkuðu frá boltanum, líkt og þeir væru að telja skrefin frá boltanum.

Þegar spyrnan var tekin beygðu þeir sem bökkuðu sig, rugluðu markvörð andstæðingana og Fukuoka skoraði. Þar til viðbótar stóðu þrír samherjar þeirra við hinn eiginlega varnarvegg og þeir beygðu sig einnig þegar spyrnan var tekin.

Myndskeið af þessari frábæru útfærslu má sjá hér að neðan:

mbl.is