Tölfræðin á bandi Liverpool fyrir kvöldið

Emre Can og félagar heimsækja Porto.
Emre Can og félagar heimsækja Porto. AFP

Tveir leikir eru á dagskrá 16-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld þar sem Liverpool heimsækir Porto annars vegar á meðan ríkjandi meistarar Real Madrid taka á móti PSG.

Um fyrri viðureignir liðanna er að ræða. Liverpool hefur aldrei tapað fyrir Porto í Evrópukeppni, en í fjórum viðureignum þeirra hefur Liverpool unnið tvo leiki og tveimur leikjum hefur lokið með jafntefli. Einu sinni hafa liðin mæst í útsláttarkeppni í Evrópu, þá í átta liða úrslitum UEFA-bikarsins tímabilið 2000-2001, og vann Liverpool þá viðureign samtals 2:0.

Í Madrid koma Neymar og félagar í heimsókn, en í fyrri fjórum viðureignum liðanna hafa bæði lið unnið tvo leiki. Real hefur komist í undanúrslit síðastliðin sjö ár, en PSG hefur ekki komist lengra en átta liða úrslitin síðustu fimm ár.

Leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.45.

Porto – Liverpool
Real Madrid – PSG

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert