Sara Björk meidd af velli

Sara Björk fór meidd af velli.
Sara Björk fór meidd af velli. AFP

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir fór rétt í þessu meidd af velli í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Sara féll í grasið þegar enginn var nærri og virtist sárþjáð.

https://www.mbl.is/sport/fotbolti/2018/05/24/wolfsburg_lyon_stadan_er_0_0/

Atvikið átti sér stað á 57. mínútu og þurfti Sara aðstoð við að komast af vellinum. Ekki er víst hvort Sara hafi tognað eða hvort meiðslin séu alvarlegri. 

Blaðamaður mbl.is er í Kíev og færir frekari fréttir af Söru um leið og þær berast. 

Uppfært kl. 18:05: Hásinin hjá Söru neyddi hana af velli. Hún er ekki slitin, en trosnuð. 

mbl.is