Ásakaður um yfirlætislega karlrembu

Patrice Evra (t.h.) er á mála hjá West Ham í ...
Patrice Evra (t.h.) er á mála hjá West Ham í dag. AFP

Patrice Evra, fyrrverandi leikmaður Manchester United og franska landsliðsins í knattspyrnu, hefur komið sér í klandur og er harðlega gagnrýndur fyrir atferli sitt á sjónvarpsstöðinni ITV í dag.

Evra er þar, ásamt Eni Aluko, landsliðskonu Englands, nokkurs konar sérfræðingur og ráðgjafi við umfjöllun stöðvarinnar um heimsmeistaramótið sem nú fer fram í Rússlandi. Aluko hélt tölu um lið Kostaríka og uppskar lófaklapp frá Evra fyrir vikið.

Þessi viðbrögð gamla bakvarðarins þykja þó yfirlætisleg og bera vott um karlrembu ef marka má viðbrögð áhorfenda ITV á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum í dag.

Myndband af umræddu atviki má sjá hér fyrir neðan og dæmi svo hver fyrir sig.

mbl.is